Fyrsta Nocco-bragðtegundin fáanleg aftur í takmörkuðu magni

Ljósmynd/Aðsend

Nocco-aðdáendur áttu margir um sárt að binda þegar perubragðið var tekið úr sölu. Nú hefur það snúið aftur í takmarkaðan tíma og glæsilegur söluvarningur með en að sögn innflutningsaðila Nocco gekk peru-söknuðurinn svo langt að stofnaður var facebookhópur undir nafninu „Hvenær kemur peru-Nocco aftur?" til að þrýsta á um endurkomu hans.

„Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir um peru-Nocco og það opnaðist möguleiki fyrir okkur núna að ná smá pöntun hingað til Íslands. Þar sem um takmarkað magn er að ræða ákváðum við að þjónusta allt landið í gegnum vefverslun þar sem hægt er að fá góðan kaupauka með peru-Nocco,“ sagði Arnar Freyr Ársælsson, markaðsstjóri Core heildverslunar, sem flytur drykkkinn inn.

Peran var fyrsta Nocco-bragðtegundin sem kom til Íslands árið 2015 og náði strax miklum vinsældum. Þrátt fyrir þessar vinsældir þurfti bragðtegundin að víkja árið 2019 við lítinn fögnuð og stofnuðu dyggir aðdáendur hóp á Facebook til að þrýsta á um að fá drykkinn aftur til landsins. Hópurinn telur núna tæplega 700 manns.

Áhugasömum er bent á að um takmarkað magn er að ræða sem verður eingöngu í sölu í stuttan tíma í vefverslun Nocco.

- - -
Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is