19 ára öðlast heimsfrægð á Instagram fyrir bakstur

Morgan Lewis bakar ótrúlega fallegar kökur, skreyttar litlum vínflöskum.
Morgan Lewis bakar ótrúlega fallegar kökur, skreyttar litlum vínflöskum. Mbl.is/PA Real Life

Hún er einungis 19 ára gömul og hefur hlotið heimsfrægð á Instagram eftir að hún byrjaði að baka kökur skreyttar litlum áfengisflöskum.

Morgan Lewis byrjaði að baka kökur fyrir rúmu ári og síðan þá hefur hún náð mörg þúsund fylgjendum á Instagram þar sem hún deilir myndum af ótrúlega fallegum kökum skreyttum litlum vínflöskum og öðrum sætindum. Morgan hefur bakað frá unga aldri og hennar helstu lærifeður eru Youtube-myndbönd og matreiðsluþættir í sjónvarpinu. Fjölskylda hennar kom henni á óvart fyrir ekki svo löngu síðan með eldhúsi sem hún setti upp í bílskúrnum til að Morgan gæti hafið bakstursferilinn sinn fyrir alvöru. Hún hefur barist í bökkum, enda ekki vænlegt að hefja rekstur í miðjum heimsfaraldri sem hefur þó breyst til batnaðar og hefur Morgan bakað eins og vindurinn síðustu mánuði þar sem kökurnar hennar slá í gegn, á hvaða borði sem þær lenda.

Hún stefnir á að opna bakarí undir nafninu Bakeaholics fyrir páska, en Morgan hefur sparað hvern einasta eyri frá allri kökusölu síðasta árs, náð að borga foreldrum sínum til baka fyrir eldhúsið sem þau græjuðu handa henni í skúrnum, og greiða fyrir væntanlegan rekstur. Hana dreymir um að opna bleikt kaffihús í nánustu framtíð.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Mbl.is/PA Real Life
Mbl.is/PA Real Life
Mbl.is/PA Real Life
Mbl.is/PA Real Life
Mbl.is/PA Real Life
Mbl.is/PA Real Life
Mbl.is/PA Real Life
Mbl.is/PA Real Life
Mbl.is/PA Real Life
Mbl.is/PA Real Life
mbl.is