„Alveg sjúklega góður kjúklingaréttur“

Ljósmynd/Albert Eiríksson

Hér erum við komin með kjúklingarétt sem Albert Eiríksson segir að sé „alveg sjúklega góður" og ef Albert segir það þá er það rétt.

Að auki er hann fljótlegur og ætti að falla flestum í geð!

Kjúklingur í mangósósu

  • 4 kjúklingabitar eða -bringur
  • 2-3 msk. ólífuolía
  • 2 dl rjómi
  • 4 msk. mangó chutney
  • safi úr hálfri sítrónu
  • salt og pipar

Smyrjið eldfast mót með ólífuolíu. Raðið kjúklingabitum eða -bringum í fatið og kreistið sítrónusafa yfir. Kryddið með salti og pipar.

Hrærið saman rjóma og mangó chutney og dreifið yfir kjúllann.

Eldið við 175°C í 30-35 mín. eða þangað til kjötið er gegnumsteikt.

Berið fram með kínóa eða hrísgrjónum, ásamt grænmeti eða salati.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is