Fólk er að þvo fötin sín með uppþvottavélatöflum

Ýmis húsráð finnast varðandi þrif og þvott.
Ýmis húsráð finnast varðandi þrif og þvott. mbl.is/Getty Images

Áhrifavaldar í þrifum eru komnir skrefinu lengra en við hin – og notar nýja tækni þegar kemur að því að þrífa haugskítugar flíkur.

Við vitum hversu vel uppþvottavélatöflur virka á skítugt leirtau og nú virðist vera sem þær virki einnig á fatnað. Kona nokkur deildi því á samfélagsmiðlum hvernig hún setur uppþvottavélatöflur í tromluna í þvottavélinni með skítugum fötum – en hún gerði prufuraun á vinnufötum mannsins síns sem voru ötuð koli og fitu. Hún þvoði nýverið þvottavélina með uppþvottavélatöflu sem skilaði vélinni tandurhreinni og ákvað að prófa að gefa fötunum snúning með sömu aðferð.

Útkoman var sláandi, þó að ekki hafi allt náðst úr flíkunum var allt annað að sjá þær. Fötin hafa aldrei litið jafn vel út, þrátt fyrir að hafa verið margoft þvegin í iðnaðarþvottavélum á vinnustað mannsins áður.

Fólk hefur einnig verið að notast við edik til að þrífa mjög skítug föt, teppasjampó og jafnvel Coca-Cola til að ná blettum úr fötum, en uppþvottavélatöflur eru sannarlega þess virði að prófa. Við mælum samt ekki með að nota slíkar töflur á fínni föt þar sem töflurnar innihalda fjölda efna, t.d. bleikiefni sem geta reynst of hörð efni fyrir margan fatnaðinn.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Kona nokkur ákvað að þvo föt eiginmannsins með uppþvottavélatöflum.
Kona nokkur ákvað að þvo föt eiginmannsins með uppþvottavélatöflum. Mbl.is/Facebook
Eins og sjá má varð vatnið haugskítugt.
Eins og sjá má varð vatnið haugskítugt. Mbl.is/Facebook
Og fötin orðin gott sem tandurhrein!
Og fötin orðin gott sem tandurhrein! Mbl.is/Facebook
mbl.is