Nýr veitingastaður opnaður við Klapparstíg 38

Ljósmynd/Aðsend

Nýr veitingastaður verður opnaður við Klapparstíg 38 á fimmtudaginn en um svokallaðan pop-up-veitingastað er að ræða.

Staðurinn hefur hlotið nafnið 2Guys og er að sögn aðstandanda „nýtt hamborgarakonsept með áherslu á smassborgara, samlokur og annað gúmmelaði“.

Staðurinn verður starfræktur næstu þrjá mánuði.

Það eru þeir Silli kokkur, Halti Vignis og Róbert Aron sem standa að rekstrinum en þeir félagar segjast framleiða allt sjálfir, blanda nautahakkið og gera sósur frá grunni en matseðillinn verði mjög einfaldur: Ein tegund af borgara, tvær tegundir af samlokum og svo í takmörkuðu upplagi pretzelborgari sem er unninn í samstarfi við Gulla Arnar. 

2Guys verður opnaður næstkomandi fimmtudag og er staðsetning Klapparstígur 38 (við hliðina á Kalda Bar).

Afgreiðslutími er frá 11.30-21.00 fimmtudaga til laugardaga, sunnudaga frá 13.00-20.00 og eru áhugasamir hvattir til að fylgja staðnum á samfélagsmiðlum til að fá nánari upplýsingar.

@2guysrvk

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is