N1 opnar Ísey-skyrbar í Hafnarfirði

Sigríður Ósk Eggertsdóttir og Oddný Guðrún Guðmundsdóttir taka vel á …
Sigríður Ósk Eggertsdóttir og Oddný Guðrún Guðmundsdóttir taka vel á móti viðskiptavinum. Ljósmynd/Aðsend

N1 hefur opnað Ísey-skyrbar á þjónustustöð sinni á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Þetta er fimmti Ísey-skyrbarinn á vegum N1, en nú þegar er staðinn að finna á Ártúnshöfða, Hringbraut, Borgartúni og Fossvogi. Á síðastnefnda staðnum er jafnframt afgreitt í gegnum lúgu og hefur tekist svo vel til að ákveðið var að taka upp sama fyrirkomulag í Hafnarfirði, þannig að hægt verður að sitja bæði inni sem og panta í gegnum lúgu.

N1 hefur markvisst unnið að því að auka fjölbreytni í sölu á hollum og næringarríkum matvælum og drykkjum og Ísey-skyrbar fellur vel inn í þann flokk.

„Viðskiptavinir okkar í Hafnarfirði hafa sýnt Ísey-skyrbar mikinn áhuga, fyrirspurnir eru fjölmargar um hvort ekki verði hægt að kaupa þessar vörur á Reykjavíkurvegi og það er því gleðiefni að geta boðið bæði Hafnfirðingum og þeim sem leið eiga um Reykjavíkurveginn upp á þessar vinsælu vörur,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.

Vörurnar frá Ísey-skyrbar hafa heldur betur slegið í gegn á þjónustustöðvum N1 og samhliða opnuninni á Reykjavíkurvegi verður kynntur nýr og einfaldari matseðill ásamt öllum þeim vinsælu vörum sem þegar eru í boði hjá Ísey-skyrbar. Þá verður sérstakt opnunartilboð til 1. apríl þar sem allir drykkir verða á 1.195 kr. og allar skálar á 1.495 kr.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is