Ótrúleg staðreynd um kasjúhnetur

Kasjúhnetur eru hreinasta sælgæti!
Kasjúhnetur eru hreinasta sælgæti! mbl.is/ontoorthopedics.com

Við kaupum þær í poka í næstu matvöruverslun og stundum eru þær jafnvel súkkulaðihúðaðar. En það er ein ótrúleg staðreynd um þessar bragðgóðu hnetur sem við vissum ekki af fyrr en núna.

Hnetur innihalda mikið af hitaeiningum og fitu, en þær eru líka fullar af orku. Með því að borða hnetur eða fræ á hverjum degi geturðu minnkað hættuna á sykursýki og hjartasjúkdómum og með því bætt líf þitt. Það sem kemur þó mest á óvart við hnetur er alls ekki ávinningur þeirra, heldur sú óvenjulega leið hvernig þær vaxa úti í náttúrunni.

Kasjúhnetur eru á meðal þeirra bestu að okkar mati, en þær finnast á suðrænum slóðum víðs vegar um heiminn. Og það sem vakti áhuga okkar er að þær vaxa á trjám og eru áfastar á botni furðulegs ávaxtar sem bragðast eins og sterkur mangó eða súrt greipaldin. Kasjúið birtist eins og örverpi á botni „kasjúeplisins“ og er umlukið harðri tvöfaldri skel – sem er full af sýrum og kvoðu sem valda ertingu í húð og jafnvel hægt að nota sem skordýraeitur. Og þarna komum við inn á það, af hverju hneturnar eru svona dýrar úti í búð. En til þess að losna við eiturefnin úr hnetunni verður að hita alla kasjúhnetuna áður en skelin er brotin og hægt að njóta bragðgóða rjómalagaða „kjötsins“. Allt þetta vinnuferli í kringum hnetuna stuðlar því að háum kostnaði við framleiðsluna – og þar höfum við það.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Kasjúhnetur vaxa á undarlegum ávexti og finnast inni í tvöfaldri …
Kasjúhnetur vaxa á undarlegum ávexti og finnast inni í tvöfaldri skel. Mbl.is/ERIC ROYER STONER/GETTY IMAGES
mbl.is