Meðlætið sem þú munt ekki halda vatni yfir

Öll elskum við niðursoðið rauðkál og eru Íslendingar almennt sammála um að veisla sé ekki vel heppnuð ef rauðkálið vantar.

Það eru því mikil gleðitíðindi að komin sé í verslanir lífræn lúxusútgáfa af hefðbundnu niðursoðnu rauðkáli en kálið er soðið í frönsku rauðvínsediki og eingöngu notaður lífrænn reyrsykur sem haldið er í lágmarki.

Hér erum við því komin með hið fullkomna meðlæti með páskasteikinni en rauðkálið er frá Kaja Organic.

mbl.is