Skelfileg mistök við gerð brúðartertunnar

Kökuklúður getur komið upp við ýmis tilefni, líka á brúðkaupsdaginn. …
Kökuklúður getur komið upp við ýmis tilefni, líka á brúðkaupsdaginn. Þó að meðfylgjandi mynd sé alls ekki dæmi um það - því hér eru um fjallmyndarlegar kökur að ræða. mbl.is/Valli

Öll vitum við að kökur eru stór hluti af brúðkaupum og oftar en ekki miðpunkturinn á veisluborðinu. En stundum fara kræsingarnar úr böndunum eins og þessi ungu hjón lentu í nú á dögunum.

Það var Jen Royle, eigandi og yfirkokkur veitingastaðarins Table Boston, sem birti mynd af kökunni á Twitter. Hún kom ekkert nálægt bakstrinum heldur var kakan komin undir hennar hendur í veislunni og fékk gríðarleg viðbrögð á samfélagsmiðlinum. Á kökunni stóð „Enga áletrun takk“ – sem voru skilaboð frá brúðhjónunum er þau pöntuðu kökuna, en þau meintu ekki að textinn ætti að rata á kökuna sjálfa. Jen og blómaskreytir sem var í veislunni reyndu eftir fremsta megni að laga kökuna með því að skreyta hana örlítið meira með blómum og þannig fela textann áður en brúðurin ræki augun í kökuna. Það kom þó hvergi fram hvernig kakan hefði smakkast – en vonandi bragðaðist hún vel, það skiptir höfuðmáli.

Kakan umtalaða - þar sem textinn með yfirskriftinni
Kakan umtalaða - þar sem textinn með yfirskriftinni "Engan texta takk", fékk að fljóta með á kökunni. mbl.is/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert