Þakkar kolvetnum langlífi

Vera Sak varð 100 ára nú á dögunum og deildi …
Vera Sak varð 100 ára nú á dögunum og deildi leyndardómum langlífis. Mbl.is/Orchard Care Homes/SWNS

Við höfum heyrt mikið af góðum ráðum í gegnum árin frá öldruðu fólki sem deilir með okkur leyndardómum langlífis. Allt frá því að vera makalaus í gegnum árin yfir í að drekka nóg af gosdrykkjum – og nú þetta.

Kona nokkur að nafni Vera Sak náði þeim merka áfanga nú á dögunum að verða 100 ára gömul. Vera hélt hátíðlega upp á daginn þar sem heillakortum rigndi yfir hana ásamt blómum og blöðrum. Hún var umkringd góðum vinum á umönnunarheimilinu þar sem hún býr í Grimsby, í Norður-Lincolnshire  og eins hélt hún zoompartí með fjölskyldunni sem mátti þvi miður ekki heimsækja Veru vegna faraldursins.

Það var svo í veislunni sem Vera afhjúpaði leyndardóm langlífis; að halda heilanum virkum og borða nóg af ristuðu brauði. Kærkomið ráð handa okkur sem elskum góða(r) brauðsneið(ar).

Mbl.is/Orchard Care Homes/SWNS
Það er stór áfangi að ná þriggja stafa tölu í …
Það er stór áfangi að ná þriggja stafa tölu í aldri. Mbl.is/Shutterstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert