Nýr fjölnota stóll frá Normann Copenhagen

Bit er ný stólahönnun frá Normann Copenhagen og er framleiddur …
Bit er ný stólahönnun frá Normann Copenhagen og er framleiddur úr endurunnu plasti. Mbl.is/Normann Copenhagen

Splunkuný stólahönnun frá Normann Copenhagen færir okkur ýmsa möguleika inn á heimilið því stóllinn eða kollurinn er einkar fjölhæfur. Hann kallast Bit og er með óteljandi möguleika fyrir heimilið. Bit getur verið stallur fyrir blóm, hliðarborð fyrir lampa eða sæti fyrir óvænta gesti sem þurfa pláss vð matarborðið.

Innblástur að hönnuninni eru skýr form, en það er Simon Legald sem á heiðurinn af kollinum – sem hann segir bæði djarfan og fjölnota. Þess má einnig geta að stóllinn er framleiddur úr 100% endurunnu heimilis- og iðnaðarplasti. Sérstakt ferli er notað við framleiðsluna, þar sem plastbrot eru hituð að 120° og gerir það mögulegt að endurnýta og endurnýja efnið án þess að breyta eiginleikum þess.

En það eru ekki bara lögun og litir stólsins sem heilla, því Bit hentar bæði innandyra sem og úti þar sem hann þolir allt að tíu stiga frost og 50 stiga hita.

Stólinn eða kollinn má einnig nýta sem hliðarborð.
Stólinn eða kollinn má einnig nýta sem hliðarborð. Mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is