Sláandi staðreyndir um álpappír

Álpappír er hið mesta þarfaþing í eldhússkúffunum.
Álpappír er hið mesta þarfaþing í eldhússkúffunum. Mbl.is/Getty

Það er mesta furða hvað álpappír hefur komið okkur oft að góðum notum í eldhúsinu – þá ekki bara til að leggja yfir matarafganga sem við stingum inn í ísskáp.

Álpappír virðist vera hin besta húshálp þegar kemur að erfiðum stöðum til að þrífa, því samanvöðlaður pappírinn er fullkominn til skrúbba óhreinindin burt. Og einn af þeim stöðum sem virðist verða vel skítugur er við hliðina á vaskinum, þar sem við látum leka af leirtauinu eftir uppvask.

Besta leiðin til að þrífa slíka staði er með heitu vatni, uppþvottalegi og álpappír. Bleytið og setjið nokkra dropa af þvottaefninu á flötinn. Vöðlið því næst álpappírnum saman og skrúbbið óhreinindin burt – skolið og þurrkið. Þetta húsráð má nota á marga aðra staði á heimilinu sem erfitt er að ná til og svínvirkar að mati þeirra sem hafa prófað. Hér fyrir neðan má sjá enn fleiri húsráð þar sem álpappír kemur við sögu. 

mbl.is