Fullkomið eldhús í afar þröngu rými

Ljósmynd/The Contemporist

Hér gefur að líta eldhús í rými sem er svo þröngt að flestir hefðu talið það of þröngt til að hýsa eldhús. En einhver var snjall og útkoman er algjörlega upp á tíu. Takið eftir hvernig plássið er nýtt. Eldavélin er við gluggann þannig að ekki er þörf á viftu. Veggirnir eru alveg berir til að rýmið virki stærra og hægt er að loka vaskinum til að auka vinnslurýmið. Vaskurinn og blöndunartækin eru í sama lit og innréttingin þannig að útkoman er ákaflega vel heppnuð.

Ljósmynd/The Contemporist
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert