Skilaboð frá Letterpress fyrir páskana

Fallegar páskaservíettur frá Reykjavík Letterpress.
Fallegar páskaservíettur frá Reykjavík Letterpress. Mbl.is/Reykjavík Letterpress

Stelpurnar hjá Reykjavík Letterpress láta ekki sitt eftir liggja fyrir páskahátíðina sem fram undan er. Þær færa okkur nýjar fallegar servíettur sem aldrei fyrr.

Páskaservíetturnar frá Letterpess eru með áprentaða letrinu „Gleðilega páska“ og eru fáanlegar í tveimur litum – hvítu með gráu letri og gráar með gráu letri. Servíetturnar eru hágæðapappírsþurrkur sem einkennir allar þeirrar vörur og munu sannarlega setja sinn svip á matarborðið.

Eins er önnur krúttleg nýjung frá Letterpress sem vert er að deila. Margir nýbakaðir foreldrar taka mánaðarlegar myndir af litlu molunum sínum með eins konar skilti til að sýna aldurinn í mánuðum, fyrsta árið. Nú fást lítil kort sem sýna mánaðaraldurinn og aftan á kortinu má skrá það helsta sem hefur gerst í lífi barnsins þann mánuðinn. Vörurnar frá Letterpress fást víða í verslunum og eins á heimasíðunni þeirra HÉR.

Letterpress hannar einnig þessi fallegu pappaspjöld eða skilti með mánaðardagatali …
Letterpress hannar einnig þessi fallegu pappaspjöld eða skilti með mánaðardagatali fyrir litlu krílin, þar sem einnig er hægt að skrá viðburði í hverjum mánuði fyrir sig. Mbl.is/Reykjavík Letterpress
Mbl.is/Reykjavík Letterpress
Mbl.is/Reykjavík Letterpress
mbl.is