Sjúklega lekker nýjung frá Bitz

Óhætt er að fullyrða að danska borðbúnaðarlínan frá Bitz sé sú allra vinsælasta hér á landi og nú eru komnir nýir diskar í línuna sem auka enn á fjölbreytileika hennar.

Við hönnunina á hinni geysivinsælu Bitz-borðbúnaðarlínu nýtti hönnuðurinn, Christian Bitz, bakgrunn sinn í heilsu og næringu.

Um er að ræða matardisk sem er minni en þeir sem fyrir eru og hentar því vel einn eða sér eða með stærri diskum.

Diskurinn fellur vel að viðmiðum um ráðlagða næringu, en með notkun hans er auðveldara fyrir þá sem vilja huga að heilsunni að stjórna skammtastærðinni. Fyrir flesta er jákvætt að borða af minni diski, en sálræn áhrif valda því að fólk borðar minna. Þetta er einfaldlega vegna þess að skammturinn virkar stærri á minni diski.

Diskarnir eru 17 cm í þvermál en fyrir eru þeir til í 21 cm og 27 cm stærðum.

mbl.is