Sleppti sósunni og notaði þetta í staðinn

Sölustaðir Pesto.is eru Mosfellsbakarí, Matarbúðin Nándin Hafnarfjörður, Passion og frú …
Sölustaðir Pesto.is eru Mosfellsbakarí, Matarbúðin Nándin Hafnarfjörður, Passion og frú Lauga í Reykjavík, GK bakarí og Fesía Selfossi, Vigtin Bakhús Vestmannaeyjar, Hérastubbur bakarí Grindavík, Sveitabúðin UNA Hvolsvelli. Ljósmynd/María Gomez

María Gomez á Paz.is galdrar hér fram pítsu sem er nokkuð frábrugðin hefðbundum pítsum því hún sleppir sósuni og notar döðlusultu í hennar stað.

„Ég var svo heppin að fá að prófa dásamlegar vörur frá pesto.is sem ég get sagt að eru hreint út sagt algjört lostæti, sem þið bara verðið að prófa," segir María og við erum svo sannarlega til í að styðja við allt sem er íslenskt og æðislegt. 

Ljósmynd/María Gomez

Sælkerapítsa með eðalostabrauðstöngum sem þú verður að prófa

Pítsa

Ostabrauðstangir 

 • Tilbúið pítsudeig að eigin vali, ég notaði súrdeigs 
 • rucolapestóið Fjallkonumær frá pesto.is 
 • rifinn mozzarella 
 • rifinn parmesan                                       

Aðferð           

Pítsan

 1. Hitið ofninn á það allra heitasta sem hann kemst í á blæstri.
 2. Fletjið Pizzadeigið út og smyrjið á það döðlusultunni eins og þið væruð að nota pítsusósu (ekki nota pítsusósu samt og ekki forbaka deigið).
 3. Setjið næst rifna mozzarellaostinn yfir og skerið ferska ostinn í þunna hringi og setjið ofan á rifna ostinn.
 4. Takið næst beikon og klippið í tvennt, krullið það svo með því að snúa endunum hvorum í sína áttina og leggið þannig á pizzuna.
 5. Stráið svo ögn af púðursykri yfir beikonið sjálft.
 6. Setjið næst rauðlaukssæluna á hér og hvar á milli beikonsins og smátt skornu daðlanna.
 7. Sáldrið svo kryddkurlinu yfir allt, ásamt parmesanostinum.
 8. Stingið í ofninn en tíminn fer eftir hita á ofninum svo best er að fylgjast bara með pítsunni.

Ostabrauðstangir 

 1. Fletjið deigið út í stuttan ferning.
 2. Smyrjið svo pestóinu yfir ferninginn og stráið rifnum mozzarella yfir.
 3. Lokið ferningnum eins og bók og penslið á hann þunnu lagi af pestóinu og stráið smá mozzarella og rifnum parmesan yfir.
 4. Bakið með pítsunni í ofninum svo þær verði til á sama tíma.
 5. Skerið svo eins og gert er við brauðstangir eða í eins og 5 cm lengjur.
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is