Ofsafengin viðbrögð við nýrri íslenskri afurð í Bandaríkjunum

Skyrframleiðandinn Siggi eða Siggi's setti inn frétt á facebook-síðu sína áðan og tilkynnti að von væri á nýrri íslenskri afurð frá fyrirtækinu.

Um sé að ræða íslenskan harðfisk sem líkt er við þjóðargersemi og fullyrt að hann hafi, ásamt skyri, haldið lífi í þjóðinni. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og verður að segjast eins og er að Bandaríkjamenn virðast lítt hrifnir af þessari nýjung.

Fastlega má búast við að um gott aprílgabb sé að ræða en maður veit aldrei ...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert