Framleiðir framúrskarandi húðvörur úr afgangs ávöxtum

Spænskur hönnuður býr til snyrtivörur úr ávöxtum sem hefur verið …
Spænskur hönnuður býr til snyrtivörur úr ávöxtum sem hefur verið fargað. Mbl.is/Dezeen

Spænski hönnuðurinn Julia Roca Vera býr til snyrtivörur úr ávöxtum sem er fargað af fagurfræðilegum ástæðum, og hvetur fólk til að nota úrgangsefni.

Nafnið á vörulínunni er Lleig, eftir katalónska orðinu sem stendur fyrir „ljótt“, og inniheldur fjórar vörur, allar framleiddar úr ávöxtum sem hefur verið fargað vegna útlits þeirra og þykja ekki uppfylla skilyrðin fyrir að vera seld í stórmörkuðum. Talið er að meira en þriðjungur af heildargarðyrkjuframleiðslu Evrópusambandsins tapist einmitt af þessari ástæðu.

Julia byrjaði á því að taka eina appelsínu til að sjá hversu margar mismunandi vörur hún gæti búið til úr einu stykki. Hún nýtti kjötið og ilmkjarnaolíur til að búa til rakakrem og sápu. Skóf því næst hýðið og notaði í pottrétt og kreisti safann til að drekka. Vörurnar hennar eru allar innpakkaðar í staflanleg skúlptúrkeramíkhylki sem hægt er að fylla á frekar en henda þegar varan hefur klárast, eða jafnvel nota sem vatnsflösku ef út í það er farið.

Heimild: Dezeen

Vörurnar koma í staflanlegum keramíkhylkjum.
Vörurnar koma í staflanlegum keramíkhylkjum. Mbl.is/Dezeen
Mbl.is/Dezeen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert