Tyggur ekki mat á mánudögum

Stórsöngvarinn Will.i.am sagði í viðtali nú á dögunum að hann …
Stórsöngvarinn Will.i.am sagði í viðtali nú á dögunum að hann tyggi ekki mat á mánudögum, svo einfalt væri það. Mbl.is/REX

Stórsöngvarinn Will.i.am og forsprakki hljómsveitarinnar Black Eyed Peas, segist hafa frá jólum borðað fastan mat á tilteknum vikudögum. Aðra daga blandar hann sér safa sem hann gæðir sér á aðra hverja klukkustund.

Hann segist ekki vilja tyggja mat á mánudögum og hefur haldið fast í ákveðna rútínu frá jólum. Hann byrjar alla föstudaga á salati og avókadó og á laugardögum og sunnudögum fær hann sér vegan borgara. Mánudagar eru djúsdagar og miðvikudagar eru einnig djúsdagar ásamt salati sem hann neytir einnig á fimmtudögum. Þetta plan endurtekur hann svo viku eftir viku.

Will sagði í samtali nú á dögunum í hlaðvarpi er kallast ´Table Manners‘, að líkaminn geymi fitusvæði. Og hvernig eigum við að segja líkamanum að nýta orkuna sem hann hefur geymt? En Will hyggst færa sig meira yfir í fastar máltíðir í aprílmánuði. Hann segist fá öll fæðubótarefni úr djúsunum sem hann drekkur, ásamt vítamínum. Og öll orkan sé enn til staðar þar sem hann stundar líkamsrækt af fullum krafti. Eflaust ekki mataræði sem allir geta fylgt eftir. 

Mbl.is/REX
mbl.is