Lúxus-taco sem tikkar í öll box

Ljósmynd/Old El Paso

Þá sjaldan að maður gerir vel við sig er eins gott að gera það almennilega. Hér erum við með dýrindis taco með nautakjöti og öðru geggjuðu hráefni sem gulltryggir gæði máltíðarinnar.

Sætt og sterkt nauta-taco

Fajita:

  • 500 g nautahryggjarvöðvi (sirloin), sneiddur
  • 1 msk. jurtaolía
  • 1 krukka (226 g) Old El Paso Thick 'N' Chunky Salsa
  • 50 g tómatsósa
  • 1 msk. ljós púðursykur
  • 1 msk. dijonsinnep
  • 8 Old El Paso Super Soft Regular Flour Tortillas
  • icebergsalat, saxað
  • 2 tómatar, fræhreinsaðir og brytjaðir í teninga
  • á borðið: sýrður rjómi

Aðferð:

Hitið stóra steikarpönnu á háum hita. Setjið olíuna á pönnuna og eldið nautakjötið í 2–3 mínútur með því að snúa einu sinni, eða þar til það verður gullinbrúnt. Elda þarf nautakjötið í 3 skömmtum.

Setjið allt nautakjötið aftur í pönnuna og hrærið salsa, tómatsósu, púðursykri og sinnepi saman við. Eldið í 1-2 mínútur.

Setjið því næst í tortillurnar með skeið. Setjið kál og tómata efst. Berið fram með sýrðum rjóma.

Bæta má eldaðri papriku og lauk við kjötið sem og sósu til að fá matarmeiri rétt. Auðveldara er að brjóta saman hveititortillur og þær rifna síður þegar þær eru heitar. Vefjið einfaldlega hreint viskastykki eða eldhúspappír utan um tortillurnar og hitið þær á háum hita í örbylgjuofni í 10-15 sekúndur eða þar til þær eru orðnar volgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert