Pulled lamb frá Pure Arctic á markaðinn

Ljósmynd/Pure Arctic

Komin er á markað ný og spennandi vara úr íslensku lambakjöti sem fyrirtækið Pure Arctic hefur þróað í samstarfi við Íslenskt lambakjöt.

Um er að ræða rifið lambakjöt eða pulled lamb eins og það kallast á ensku. Notaðir eru úrvalslambabógar sem eru hægeldaðir og kryddaðir eftir kúnstarinnar reglum. Varan kemur fullelduð í handhægum umbúðum sem henta sérstaklega vel í rétti á borð við hamborgara og samlokur en rifið svínakjöt hefur verið sérlega vinsælt um heim allan og því má ætla að viðtökurnar við lambakjötinu verði góðar. 

Rifna lambið er fáanlegt í Hagkaup, Krónunni og Fjarðarkaupum.        

Ljósmynd/Pure Arctic
mbl.is