Omnom kynnir til leiks nýjan ísrétt: Hunangsfluguna

Ljósmynd/Aðsend

Vorið er handan við hornið og af því tilefni hefur Omnom sett saman nýjan ísrétt sem sagður er tryggja ljúfa vorkomu.

„Innblásturinn kemur frá tímum þegar ristaðar kornflögur með hunangi og ískaldri mjólk í skál voru það besta sem til var,“ segir Kjartan Gíslason, súkkulaðimeistari Omnom, um nýja ísréttinn sem kominn er í sölu og verður fáanlegur fram til 10. maí.

„Einfaldleikinn er stundum bestur og því var settur saman ísréttur sem inniheldur súkkulaði og karamellusósu með hunangi og kornflögum sem er búið að velta upp úr hunangi og loks ristaðar.“

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is