Spútnik V kominn í dreifingu

Þau stórtíðindi berast að kominn sé á markað Spútnik V-bjór sem sagður er bóluefni við almennum leiðindum.

Í tilkynningu frá framleiðendum er þess getið að bjórinn sé ævintýralega góður, létthumlaður pale ale, framleiddur af KORE í samstarfi við Ægisgarð.

Ljóst er að margir eiga eftir að gera sér glaðan dag með Spútnik V enda langþráður hjá mörgum ... og má fastlega búast við því að hressir fari hamförum á samfélagsmiðlum um helgina með bjórinn góða enda ekki á hverjum degi sem Spútnik V er fáanlegt hér á landi.

Spútnik V-bjórinn er hægt að fá í KORE í Kringlunni og KORE í Granda Mathöll. Þá verður hann einnig til sölu inni á bjorland.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert