Búin að fá nóg af megrunarkúrum

Hin óviðjafnanlega Chrissy ásamt mömmu sinni Pepper sem er líka …
Hin óviðjafnanlega Chrissy ásamt mömmu sinni Pepper sem er líka einstaklega flink í eldhúsinu. Ljósmynd/Cravings by Chrissy Teigen

Chrissy Teigen er vön að tala tæpitungulaust og í viðtali við People-tímaritið á dögunum tjáði hún sig meðal annars um megrunarkúra og þá staðreynd að hún væri búin að fá nóg af slíku líferni.

„Ég held að núna finnist mér mikilvægara að njóta lífsins eins og það er,“ sgði Teigen og bætti við: „Ég er komin á staðinn þar sem það skiptir mig meira máli hvernig mér líður en hvernig ég lít út. Andi yfir efni ef svo má að orði komast. Ef eitthvað veitir mér vellíðan þá vil ég njóta þess,“ bætti Teigen við og var þar að tala um mat en Teigen setti tappann í flöskuna fyrir nokkru þar sem henni fannst hún vera að missa tökin á áfengisneyslu sinni.

„Ég hef eytt alltof mörgum árum í að telja hitaeiningar, fara í ræktina og skilgreina hvað það þýddi fyrir sjálfa mig að vera í góðu líkamlegu ástandi,“ segir Teigen.

„Í dag vil ég njóta þess að vera úti með krökkunum mínum, fara á leikvöllinn og eyða tíma með þeim,“ bætti hún við. „Það er uppáhaldshreyfingin mín þessa dagna og ég nýt þess í botn.“

mbl.is/Getty Images
mbl.is