Nýjasta æðið er prosecco í ísformi

Prosecco í ísformi - er nýjasta æðið fyrir sumarið.
Prosecco í ísformi - er nýjasta æðið fyrir sumarið. Mbl.is/metro.co.uk

Við horfum fram á bjartari tíma! Lofthitinn hækkar og fljótlega hitum við upp í grillinu og förum í sumarkjól. Og gott fólk – við munum njóta okkar með prosecco sem nú verður í ísformi.

Þessi skemmtilegu mót kallast „sophistipops“ og gera þér kleift að búa til fjóra kampavíns- eða prosecco-íspinna. Eina sem þú þarft að gera er að fylla mótin með uppáhaldsdrykknum þínum og setja síðan meðfylgjandi glasfætur þar ofan á og inn í frysti. Síðan tekurðu í fótinn og losar úr forminu og færð þennan frábæra fullorðins-íspinna! Svo er upplagt að setja ætileg blóm eða ávexti með og frysta, það gerir drykkinn sumarlegri. Fyrir áhugasama þá kostar mótið um 1.500 krónur og fæst HÉR.

Það má að sjálfsögðu fylla mótið með hvaða drykk sem …
Það má að sjálfsögðu fylla mótið með hvaða drykk sem er - áfengum sem og óáfengum. Mbl.is/The Gift and Gadget Store
Mbl.is/The Gift and Gadget Store
mbl.is