Einfalt trix til að brauðið verði enn betra

Við elskum nýbökuð brauð og þetta er einstaklega girnilegt.
Við elskum nýbökuð brauð og þetta er einstaklega girnilegt. mbl.is/Colourbox

Hér eru á ferðinni upplýsingar sem eru svo sláandi að aldrei hefði okkur grunað ...

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum gerir það kraftaverk að setja nokkra nýkreista dropa af ferskum ananassafa út í brauðdeig.

Ástæðan er sú að ensímin í safanum leysa upp prótín sem veldur því að deigið verður umtalsvert léttara og auðveldara að vinna.

Við þurfum samt eiginlega að sjá þetta gert til að trúa því. Spurning um að fá einhverja bakara til að prufa þetta.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is