Ofnbakaður lax með rjómakarríeplasósu

Ljósmynd/Albert Eiríksson

Hér er Albert Eiríks með geggjaða uppskrift að ofnbökuðum laxi sem kemur virkilega á óvart. Okkur grunaði að hann væri góður en hann reyndist enn betri!

Sjálfur hvetur Albert okkur til að borða meiri fisk og hafa hann helst nógu feitan. Hann segir þennan rétt sjúklega góðan, einfaldan og fljótlegan!

Matarbloggið hans Alberts er hægt að nálgast HÉR.

Ofnbakaður lax með rjómakarríeplasósu

 • 6-800 g lax
 • 1/2 blaðlaukur/vorlaukur
 • 1 grænt epli
 • 1 msk. karrí
 • 2 dl rjómi
 • 2 msk. rjómaostur
 • salt og pipar
 • 2-3 msk. kókosmjöl
 1. Aðferð:
 2. Steikið í ólífuolíu blaðlauk/vorlauk, gulrætur, grænt epli og 1 msk. af karríi.
 3. Bætið við 2 dl af rjóma, 2 msk. af rjómaosti, salti og pipar.
 4. Setjið laxinn í form, hellið sósunni yfir, stráið 2-3 msk. af kókosmjöli yfir og bakið við 170°C í um 15 mín.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is