Potturinn sem er að gera allt vitlaust

Ljósmynd/Cravings by Chrissy Teigen

Veldi Chrissy Teigen heldur áfram að vaxa og nú á dögunum opnaði hún endurbætta útgáfu af Cravings by Chrissy Teigen, heimasíðunni sinni þar sem búið var að bæta við verslun.

Viðtökurnar hafa verið framar björtustu vonum og keppist fólk við að kaupa borðbúnað og lúxussloppa af síðunni enda Teigen þekkt fyrir góðan mat og frjálslega sloppanotkun.

Einn er sá pottur sem vakið hefur meiri athygli en aðrir og það er eldfast mót að japönskum hætti sem þykir einstaklega fallegt og fara vel á borði. Potturinn – eða eldfasta mótið, þykir það allra lekkerasta í dag og ljóst er að Teigen hitti heldur betur í mark (eins og hún gerir reyndar oftast).

Potturinn kostar 48 dali eða rétt um 6 þúsund krónur í Bandaríkjunum og hægt er að skoða hann nánar HÉR.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljósmynd/Cravings by Chrissy Teigen
mbl.is