Undraefnið sem er til á hverju heimili

Það heitasta í dag er að nota te til að …
Það heitasta í dag er að nota te til að þrífa spegla og gler. mbl.is/

Að fá gler og glansandi fleti til að glampa eins og nýpússaður demantur getur orðið að mestu þolinmæðisvinnu – nema þú notist við þetta snjalla húsráð hér.

Svo virðist sem það myndist alltaf einhverjar rákir þegar við þrífum, en til er grúppa á Facebook sem kallast „Mrs Hinch Cleaning Tips“ sem segir okkur að heitasta húsráðið þessa dagana sé að nota te til að hreinsa króm og gler. Hún deildi því nýverið er hún þurrkar framan af örbylgjuofni með glerhurð þar sem rákirnar sjást greinilega eftir tuskuna og svo annarri mynd þar sem te kemur við sögu – og ofninn er eins og nýr.

Svona notar þú te í þrifin:

  • Láttu tepoka sjóða í vatni og bíddu þar til hann kólnar. Settu teið í úðabrúsa eða í blautan klút og notaðu á yfirborðið sem þú ætlar að þrífa. Það er tannínsýran sem gerir að verkum að allt fær þennan fallega gljáa.
  • Eins má nota græn teblöð til að þrífa innan úr örbylgjuofninum, sem gefur einnig góða angan.
  • Önnur leið er að setja teið í úðabrúsa ásamt smá mýkingarefni og vatni og úða á mjúkar innréttingar, gluggatjöld og ofna til að fá betri ilm í húsið.
Hér má sjá örbylgjuofninn áður en hann var þrifinn upp …
Hér má sjá örbylgjuofninn áður en hann var þrifinn upp úr te-blöndu. Mbl.is/Tuesday Veal
Og eftir þrif! Ótrúlegur munur á glerinu.
Og eftir þrif! Ótrúlegur munur á glerinu. Mbl.is/Tuesday Veal
mbl.is