Domino's prufukeyrir sjálfkeyrandi heimsendingarbíla

Ljósmynd/Domino´s

Heimsfaraldurinn hefur aukið þörfina á heimsendingum um heim allan og nú hefur Domino's hafið formlega prufukeyrslu á sjálfkeyrandi heimsendingarbílum sem eiga að gera heimsendingar enn auðveldari.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að tilraunir hafi hafist í Houston í Texas og geta nú valdir viðskiptavinir valið hvort þeir vilji hefðbundna heimsendingu eða heimsendingu með sjálfkeyrandi heimsendingarbílnum.

Sé það valið fær viðkomandi upplýsingar um ferðalag bílsins, og þegar hann er fyrir utan þarf bara að bregða sér út, slá inn pin-númer og þá opnast lúga með rjúkandi heitri pöntun.

Við hér á landi bíðum að sjálfsögðu spennt eftir að boðið verði upp á þjónustuna hér en engum sögum fer af því hvenær vænta megi þess að þjónustan verði almenn.

Tilkynning Domino's.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert