Tileinkaði andvana dóttursyni bókina

Meistari Chrissy Teigen ásamt móður sinni,Pepper, eiginmanni og börnum.
Meistari Chrissy Teigen ásamt móður sinni,Pepper, eiginmanni og börnum.

Við flytjum ykkur í sífellu fréttir af Chrissy Teigen og ævintýralegu lífi hennar þar sem aldrei virðist vera lognmolla.

Móðir Teigen er í sama gæðaflokki og er mikill meistarakokkur eins og Teigen sjálf. Móðir hennar  sem heitir Pepper  er þessa dagana að gefa út sína fyrstu bók sem kallast The Pepper Thai Cookbook. Bókin er tileinkuð syni Teigen, Jack, sem lést á meðgöngu fyrr á þessu ári.

Teigen sjálf skrifaði formála bókarinnar sem væntanleg er í verslanir og verður væntanlega mikill hvalreki fyrir aðdáendur taílenskrar eldamennsku.

mbl.is