Bakaði pítsu á hrauninu

Ljósmynd/Garðar Ólafsson

Ljósmyndarinn Garðar Ólafsson brá á leik á dögunum þegar hann bakaði pítsu á glóandi hrauni með nokkuð góðum árangri.

Uppátækið hefur vakið athygli víða um heim enda eru ljósmyndirnar undurfagrar eins og sjá má.

Pítsan kom nokkuð vel út eftir eldunina en það skal þó skýrt tekið fram að ekki er mælst til þess að fólk leiki þetta eftir enda brunasár af völdum hraunbruna ekki eitthvað sem fólk vill hafa á afrekaskránni.

Fyrir svanga er bent á að styðja frekar við bakið á veitingamönnum og kaupa af þeim mat sem sem eldaður er í rými sem er vottað af heilbrigðiseftirlitinu og laust við alla gasmengun.

Garðar Ólafsson við hraunið.
Garðar Ólafsson við hraunið. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Ljósmynd/Garðar Ólafsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert