Ný Grandiosa-pítsa komin í verslanir

Grandiosa-pítsurnar njóta mikilla vinsælda hér á landi og nú berast þær fregnir að komin sé ný tegund til landsins sem ku vera sannkölluð föstudagspítsa.

Pítsan er með krydduðu nautahakki, hálfþurrkuðum tómötum, ljúffengum ostum og stökkum kartöfluflögum frá KiMs.

Grandiosa-pítsurnar hafa, eins og áður segir, notið mikillar hylli hér á landi en það eru kannski færri sem vita að þær eru framleiddar í litlum strandbæ í Noregi og eru svo vinsælar þar í landi að það seldust yfir 26 milljónir pítsa í landinu – þar sem búa tæplega fimm milljónir. Samkvæmt nýlegri könnun eru 20% Norðmanna hörð á því að Grandiosa sé þeirra þjóðarréttur enda kemur allt hráefni í pítsurnar úr norskum sveitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert