Syndsamlega góðar múffur að hætti Lindu Ben

Ljósmynd/Linda Ben

Þessar múffur eru úr smiðju Lindu Ben og eru algjört æði. Stökkar og bragðgóðar þökk sé múslíinu sem smellpassar í uppskriftina.

Múslí-muffins

 • 150 g smjör
 • 150 g púðursykur
 • 2 egg
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 180 g hveiti
 • 1 tsk. kanill
 • 2 tsk. lyftiduft
 • 250 g Kelloggs Crunchi musli
 • 150 ml mjólk

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.
 2. Þeytið smjör og púðursykur saman þar til létt og ljóst, bætið eggjunum út í, eitt í einu, þeytið vel saman. Bætið svo vanilludropunum saman við.
 3. Blandið kanil og lyftidufti saman við hveitið og hellið því svo út í blönduna, blandið saman.
 4. Hellið mjólkinni út í og blandið saman ásamt múslíinu.
 5. Setjið stór pappírs muffinsform í muffins álbakka og fyllið hvert form upp 2/3.
 6. Bakið í u.þ.b. 20 mín. (tími fer eftir stærð kakanna).
mbl.is