Stjörnukokkur kynnir nýjungar Georgs Jensens

Ný vörulína frá Georg Jensen damask.
Ný vörulína frá Georg Jensen damask. Mbl.is/Georg Jensen Damask

Georg Jensen Damask hefur afhjúpað nýja vor-/sumarlínu fyrir árið 2021. Línan kallast Nature's Elements og sækir innblástur í danska náttúru og landslag.

Nýjungarnar eru óður til handverksins sem einkennir sígildar vörur Georgs Jensens og hefur verið mönnum kunnugt í margar kynslóðir. Það sem vekur áhuga okkar að þessu sinni er að kokkur að nafni Mikkel Karstad segir hálfgerða sögu í myndbandi sem Georg Jensen birti á heimasíðu sinni – þar sem Mikkel dvelur í húsi við ströndina, veiðir í matinn og útbýr girnilega máltíð á uppdekkuðu borði við sjávarsíðuna. Fyrir þá sem ekki þekkja Mikkel, þá er hann þekktur stjörnukokkur og bókahöfundur í Danmörku sem stundar sjósund alla daga til að hreinsa hugann af amstri dagsins. Hann þykir mjög metnaðarfullur þar í landi og hefur komið víða við á ferli sínum.

Dúkar, servíettur og diskamottur úr hör og bómull er vefnaður sem Georg Jensen hefur framleitt í aldaraðir, en það er löngu vitað að ofinn dúkur skapar afslappað andrúmsloft og gefur tóninn fyrir máltíðina og samveruna við borðið. Nýi dúkurinn frá Georg Jensen kallast PLAIN, og er einfaldur hvítur líndúkur. Eins sjáum við viskastykki, handklæði, náttsloppa og dásamleg sængurver, í litum sem vekja drauma til lífsins. Myndbandið með Mikkel og nýjungarnar í heild sinni má sjá nánar HÉR.

Dásamlega fallegir og ljósir litatónar.
Dásamlega fallegir og ljósir litatónar. Mbl.is/Georg Jensen Damask
Nýjungar í eldhús- og baðvörum.
Nýjungar í eldhús- og baðvörum. Mbl.is/Georg Jensen Damask
Mbl.is/Georg Jensen Damask
Algjör draumur!
Algjör draumur! Mbl.is/Georg Jensen Damask
Mbl.is/Georg Jensen Damask
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert