Hvenær er best að búa um rúmið?

mbl.is/Thinkstockphotos

Þetta er spurning sem hefur angrað mannkynið í gegnum aldirnar og nú er loksins komið svar.

Í fyrsta lagi skyldi aldrei búa strax um rúmið þegar þú ferð fram úr. Rúmið þarf að þorna eftir nóttina enda svitnar meðalmanneskjan einhver ósköp í bólinu.

Rúmfötin þurfa því að þorna og gott er að taka sængina af og leyfa rúminu að anda einhverja stund. Síðan er mikilvægt að lyfta koddum og hrista þá til þannig að loft kominst inn í koddana á ný.

Síðan skaltu snúa sænginni við og loks – um tuttugu mínútum að lágmarki síðar – skaltu búa um.

mbl.is