Vinsælasta eldhúsgræjan nú fáanleg í fleiri litum

Við munum öll eftir því þegar hrærivél var heitasti aukahluturinn í eldhúsinu en þó nokkurt vatn er runnið til sjávar síðan þá og hefur ný kynslóð sódatækja skipað sér fremst í flokk meðal eldhústækja.

Við erum þá sérstaklega að tala um Aarke-tækin og Bubliq-sódatækin sem eru ekki einungis einstaklega gagnleg heldur líka forkunnarfögur.

Nú er hægt að fá Bubliq-sódatækið í fleiri litum og því hægt að gera eldhúsið enn fegurra. Tækin sjálf er hægt að fá í svörtu, bronsi og silfri en flöskurnar eru nú einnig til í sömu litum.

mbl.is