Japanskar pönnukökur eru það heitasta

Ljósmynd/Food & Wine Magasine

Pönnukökur finnast í ótal útfærslum, en þessi hér er sú vinsælasta þessa dagana ef marka má helstu samfélagsmiðla. Svokallaðar japanskar pönnukökur sem eru þykkari en flestar aðrar en ótrúlega léttar.

Japanskar pönnukökur (2-3)

 • 80 g hveiti
 • 5 g lyftiduft
 • 42 g strásykur
 • 200 ml mjólk
 • 21 g sólblómaolía
 • 2 meðalstór egg
 • 7 g vanilla paste
 • 50 ml hlynsýróp
 • 40 g ósaltað smjör

Aðferð:

 1. Sigtið saman hveiti, lyftiduft og sykur í stóra skál.
 2. Blandið saman í aðra skál mjólk, eggjarauðum, matskeið af olíunni og hálfri teskeið af vanillu-paste. Þeytið svo blönduna saman við þurrefnin.
 3. Pískið því næst eggjahvíturnar stífar og bætið saman við blönduna, alltaf þriðjung í einu.
 4. Smyrjið pönnu og einnig lítil hringlaga form sem þola að fara á pönnuna.
 5. Hellið 2/3 af deiginu í litla formið og setjið lok á. Látið bakast á pönnu í tíu mínútur. Þegar loftbólur hafa myndast á toppinn á deiginu skaltu fjarlægja pönnukökuna úr forminu.
 6. Blandið sírópinu saman við restina af vanillu-paste og hellið yfir pönnukökurnar og dreifið jafnvel hnetumulningi yfir ef vill.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Japanskar pönnukökur virðast vera nýjasta æðið í dag.
Japanskar pönnukökur virðast vera nýjasta æðið í dag. Mbl.is/Dr. Oetker
mbl.is