Ættum við að strauja koddaverið?

Straujar þú sængurverin þín?
Straujar þú sængurverin þín? mbl.is/Getty Images/EyeEm

Það virðist oft vera ákveðið hitamál þegar umræðan um þvott á rúmfötum kemur upp á yfirborðið, því margir eru ósammála um hversu oft við eigum að þvo af rúminu. En það nýjasta snýr að koddaverinu!

Við getum flest öll verið sammála um að það jafnist fátt á við nýþvegin sængurver sem þú rennir þér undir eftir góða sturtu fyrir nóttina. En svo virðist sem það þyki ómissandi að strauja sérstaklega koddaverin. Blaðamaðurinn og uppistandarinn Derek Skelton ákvað að taka málið í sínar hendur og kastaði út spurningunni á Twitter. Ummælin létu ekki á sér standa þar sem fólk skiptist í tvo hópa – þá sem myndu aldrei taka upp straujárnið og hina sem geta ekki fest svefn með höfuðið á krumpuðu koddaveri og verða því að strauja.

Samkvæmt BedLinenOnline, er best að strauja sængurver og lök á meðan þau eru ennþá rök. Og gott er að nota mjög heitt járn til að losna örugglega við allar krumpur. Og ef þú vilt spara þér tíma geturðu brotið rúmfötin saman, lóðrétt, og straujað þau þannig.

mbl.is