Hvaða einkunn fær rúmið þitt?

Ljósmynd/Colourbox

Það skiptir máli hvernig við hugsum um rúmin okkar. Rúm sem farið er illa með verður illa lyktandi og skítugt og þú vilt alls ekki hafa það heima hjá þér.

Hér eru nokkrar reglur sem þú ættir að fara eftir til að halda rúminu í eins góðu standi og kostur er.

1. Yfirdýna. Aldrei gleyma yfirdýnunni. Það er lítið mál að skipta henni út enda mæðir mikið á henni og nauðsynlegt að skipta um yfirdýnu á einhverra ára fresti. Með því lengir þú líf rúmdýnunnar og verð hana fyrir óæskilegum óhreinindum.

2. Ekki búa strax um rúmið. Þegar þú ferð fram úr á morgnana er mikilvægt að leyfa rúminu að þorna vel enda svitnar meðalmanneskjan heil ósköp á næturnar.

3. Rúmföt. Hér ber að fjárfesta í gæðum. Vönduð rúmföt endast og fara betur með þig en óvönduð efni sem hnökra og eru til vandræða.

4. Sængurbúnaður. Er koddinn þinn vandaður og góður? Veitir hann þér réttan stuðning? Rannsóknir sýna að góður koddi hefur áhrif á gæði svefnsins og hversu vel líkaminn nær að hvílast. Það sama gildir um sængina. Kolómöguleg sæng getur dregið verulega úr gæðum svefnsins.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is