Bjóða bólusettum upp á bjór

mbl.is/Colourbox

Nú er allt kapp lagt á að bólusetja sem flesta í Bandaríkjunum en í vikunni bárust tilkynningar um að helmingur þjóðarinnar væri bólusettur.

Seinni helmingurinn kann að verða öllu tregari í taumi en bandarísk fyrirtæki hafa lagst á árarnar og bjóða bólusettum ýmis fríðindi. Þannig bjóða Krispy Kreme ókeypis kleinuhring fyrir bólusetta og nú býður Budweiser upp á bjór.

Ekki amaleg leið til að fagna bólusetningunni en auglýsingu fyrirtækisins má sjá hér að neðan.

mbl.is