„Besti þorskur sem ég hef smakkað“

Fiskbarinn þykir með þeim betri í bænum, enda hráfefnið fyrsta …
Fiskbarinn þykir með þeim betri í bænum, enda hráfefnið fyrsta flokks. Mbl.is/Sigurjón Ragnar

Fiskbarinn er nýr og spennandi veitingastaður sem hlotið hefur ómælda athygli, enda er staðurinn smekklega hannaður, staðsetningin rómuð og þjónustan er upp á tíu. Við heyrðum í Rósu Maríu Árnadóttur, sölu- og markaðsstjóra, sem gaf okkur innsýn í starfsemina og nokkur vel valin ráð, hvernig megi eyða góðum degi á Suðurnesjunum.

Fiskbarinn opnaði 15. janúar síðastliðinn og er staðurinn er staðsettur á Hótel Bergi við Bakkaveg 16 hjá smábátáhöfninni í Keflavík. Hótelið var stækkað og endurbyggt að stórum hluta árið 2018 og hafa viðtökur gesta verið mjög góðar en það hafði alltaf vantað veitingastað á hótelið til að skapa heildstæðari upplifun. „Á hótelinu eru 36 herbergi í fimm gerðum á tveimur hæðum. Herbergin eru einstaklega falleg, útbúin helstu þægindum og svo má finna heita setlaug á þakinu sem er alltaf vinsæl meðal gesta,“ segir Rósa María í samtali. Hún segir jafnframt Reykjanesið vera tilvalinn áfangastað fyrir fólk sem vill losna úr amstri dagsins og breyta um umhverfi með 30 mínútna akstri frá höfuðborgarsvæðinu í notalegheit og góðan mat. „Þegar við byrjum að ferðast á ný er einnig fullkomið að hefja fríið með dvöl á Hótel Bergi. Þú geymir bílinn hjá okkur og við skutlum þér á völlinn,“ bætir hún við.

Fiskmetið sótt í göngufæri við staðinn
Fiskbarinn leggur mikla áherslu á að veita góða þjónustu – staðurinn er í minni kantinum sem skapar skemmtilega og góða stemningu. Það var Hákon Már Örvarsson, matreiðslumeistari og brons Bocuse d‘Or-verðlaunahafi, sem var sérstakur ráðgjafi við hönnun staðarins og sinnti starfi yfirkokks. Hann útbjó matseðil Fiskbarsins sem hefur hlotið mikið lof gesta og byggist að miklu leyti upp á sjávarfangi og grænmeti úr næsta nágrenni. 

„Þorskurinn okkar, aðalrétturinn, er úr fiskvinnslunni hérna sem er í göngufæri. Svolítið gaman að vinna þetta svona, þú ert á leiðinni í vinnuna og stoppar þar til að ná í fiskinn – þetta þekkti maður svolítið þegar maður bjó erlendis – rómantískt,“ er haft eftir Hákoni Má.

Ævintýralegur matseðill á Fiskbarnum
„Frá opnun höfum við boðið upp á ævintýralegan fimm rétta seðil sem byggir á sjávarréttum og grænmeti ásamt því að bjóða upp á góða vínpörun. Á næstunni stendur til að kynna sumarmatseðil með nýjum og spennandi réttum,“ segir Rósa María og segist vera spennt fyrir komandi tímum. „Sigurður Hjartarson tók nýlega við yfirkokksstöðu Fiskbarsins, en hann hefur unnið í eldhúsi síðan hann var 14 ára gamall. Sigurður starfaði áður á virtum sjávarréttastað í Noregi sem staðsettur er við höfnina í Kristiansand. Þegar heim var komið lærði hann matreiðslumeistarann og lauk sínu námi á veitingastaðnum Bryggjunni. Sigurður elskar áskorunina sem felst í því að búa til skemmtilega rétti úr sjávarfangi og grænmeti. Hann ber mikla virðingu fyrir hráefnunum og hefur mikinn metnað fyrir því að nýta eiginleika þeirra til fulls,“ segir Rósa María. Þess má einnig geta að Manuel Schembri hóf nýlega störf sem yfirþjónn Fiskbarsins, en hann er með Sommelier-gráðu frá Court of Master Sommelier í Evrópu og gerði sér lítið fyrir og hlaut 1. sæti á Íslandsmeistaramóti vínþjóna 2021. „Siggi og Manuel ásamt starfsfólki Hótel Bergs og Fiskbarsins taka svo sannarlega vel á móti þér og þínum,“ segir Rósa María.

„Besti þorskur sem ég hef smakkað“
Við spurðum Rósu Maríu hvaða réttur væri vinsælastur á matseðli. „Hingað til höfum við ansi oft fengið að heyra: Besti þorskur sem ég hef smakkað!“ segir hún og bætir við að þorskhnakkinn er pönnusteiktur og framreiddur með kirsuberjatómötum, grillaðri papriku, ólífum, bankabyggi og sítrónu- og möndlukremsósu – það þarf sannarlega ekki að selja okkur þetta frekar. „Eftirrétturinn okkar hefur einnig slegið rækilega í gegn enda gerður úr Omnom-súkkulaði, lakkrísfrauði, möndluköku, hindberjasósu og stökkum hindberjum.“

Hugmynd að dagsferð um Reykjanesið
Eitt af því skemmtilega við Reykjanesið er ekki bara fjölbreytileikinn sem það býður upp á heldur einnig hvað er hægt að skoða margt á stuttum tíma. Á einum degi er hægt að skoða hveri, stöðuvötn, hraunbreiður, svartar strendur, ótal vita og fara í hellaskoðun. Nóg er um náttúruundrin. Heitasti staðurinn í dag er eflaust eldgosið í Geldingadölum. Ef náttúran leyfir er upplagt að skella sér í göngu þangað. Eftir gönguna er skemmtilegt að nýta ferðina og staldra við á nokkrum útsýnisstöðum líkt og Gunnuhver, Brimkatli og brúnni milli heimsálfa. Við mælum svo eindregið með því að hringnum sé lokað hjá okkur, fólk innriti sig á Hótel Berg og endi daginn með dýrindismálsverði á Fiskbarnum og slökun í heitu setlauginni. Annað sem er auðvitað í boði eru ferðir eins og kayak- og fjórhjólaferðir. Fyrir þá sem kjósa heldur að stunda golf eru fjölmargir flottir golfvellir á Reykjanesi og einungis fimm mínútna akstur frá hótelinu á Leiruna, einn flottasta golfvöll landsins,“ segir Rósa María að lokum. 

Hafsteinn og Karitas frá HAF studio hönnuðu staðinn.
Hafsteinn og Karitas frá HAF studio hönnuðu staðinn. Mbl.is/Sigurjón Ragnar
Innblásturinn kemur frá höfninni og svæðinu í kring. Dökk og …
Innblásturinn kemur frá höfninni og svæðinu í kring. Dökk og gróf efni á móti ljósari og mýkri litapallettu. Mbl.is/Sigurjón Ragnar
Mbl.is/Sigurjón Ragnar
Matseðillinn er einn sá girnilegasti.
Matseðillinn er einn sá girnilegasti. Mbl.is/Sigurjón Ragnar
Mbl.is/Sigurjón Ragnar
Mbl.is/Sigurjón Ragnar
Mbl.is/Sigurjón Ragnar
Mbl.is/Sigurjón Ragnar
Mbl.is/Sigurjón Ragnar
Mbl.is/Sigurjón Ragnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert