Kjúklingurinn sem krakkarnir elska

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Því ber að halda til haga að þessi uppskrift hentar jafn vel fyrir börn og fullorðna þó að foreldrar séu einstaklega hrifnir af henni þar sem hún er í uppáhaldi hjá mörgum börnum.

Það er Berglind Guðmunds á GRGS.is sem á heiðurinn að þessari uppskrift.

Smjörkjúklingur með kexmulningi

  • 4 kjúklingabringur, frá Rose Pultry
  • 2 egg, léttþeytt
  • 1 pakki Tuc-kex
  • 120 g smjör
  • 1 tsk. hvítlaukssalt
  • svartur pipar

Aðferð:

1. Myljið kexið smátt niður. Setjið hvítlaukskrydd, salt og pipar saman við.

2. Setjið eggin í skál og léttþeytið.

3. Dýfið kjúklingabringunum fyrst í eggjablönduna og veltið þá upp úr kexmulningnum. Setjið í ofnfast mót.

4. Skerið smjörið í bita og látið yfir kjúklingabringurnar.

5. Látið í 160°C heitan ofn í um 45 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert