Ný upplifun við matarborðið með Seletti

Ný vörulína var að líta dagsins ljós frá Seletti og …
Ný vörulína var að líta dagsins ljós frá Seletti og kallast New Era. Mbl.is/Seletti

Seletti er heillandi staður sem tengir hönnun við popplist í ótrúlega skemmtilegum húsbúnaðarvörum sem þú finnur ekki í hvaða verslun sem er.

Fyrirtækið var stofnað árið 1964 í Cicognara á Ítalíu og hefur alla tíð haft það að leiðarljósi að bjóða upp á faglega þjónustu og stöðugt vera vakandi fyrir nýsköpun og frumleika. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á hönnun og þá undir áhrifum ítalskrar hönnunar.

Vörurnar frá Seletti eru blanda af list og táknmyndum úr daglegu lífi fólks – og senda óbein skilaboð um lögun og virkni. Nýjustu vörurnar eru skrautlegt matarstell þar sem vörurnar eru eins og samsettar úr tveimur ólíkum hlutum – en vörulínan kallast New Era og fangar athygli við fyrstu sýn. Eitt er víst að notandinn mun upplifa skemmtilegri stundir við matarborðið með þessum líflegu vörum, og fyrir áhugasama má finna Seletti HÉR.

Nýja matarstellið er ansi skrautlegt og einna líkast eins og …
Nýja matarstellið er ansi skrautlegt og einna líkast eins og tveir ólíkir hlutir séu settir saman. Mbl.is/Seletti
Ótrúlega líflegt og litríkt allt í kringum þennan ítalska framleiðanda.
Ótrúlega líflegt og litríkt allt í kringum þennan ítalska framleiðanda. Mbl.is/Seletti
Skemmtilega öðruvísi bollar frá Seletti.
Skemmtilega öðruvísi bollar frá Seletti. Mbl.is/Seletti
Það myndast sannarlega umræður við matarborðið með þessum diskum.
Það myndast sannarlega umræður við matarborðið með þessum diskum. Mbl.is/Seletti
Diskar og diskamottur sem öskra á athygli.
Diskar og diskamottur sem öskra á athygli. Mbl.is/Seletti
mbl.is