Drykkurinn sem allir í fjölskyldunni fíla

Frískandi sumardrykkur sem flýtir fyrir sumrinu.
Frískandi sumardrykkur sem flýtir fyrir sumrinu. Mbl.is/Kopogkande

Hér bjóðum við upp á drykk sem þótti vinsæll á amerískum ísbörum á sjötta áratugnum – þegar rjómi og kirsuber voru ómissandi par. Þessi frískandi sixtís sæla mun slá í gegn hjá öllum í fjölskyldunni. 

Frískandi „sixtís“ sæla

  • Sódavatn
  • Ávaxtasíróp (t.d. jarðarberja-, hindberja- eða rabarbarasíróp)
  • Rjómi
  • Kirsuber
  • Ísmolar

Aðferð:

  1. Fyllið glas að hálfu með ísmolum.
  2. Fyllið upp í ¾ af glasinu með sódavatni.
  3. Hellið sírópi í drykkinn eftir smekk.
  4. Setjið varlega tvær matskeiðar af þeyttum rjóma á toppinn.
  5. Skreytið með meiri rjóma og kirsuberi.
mbl.is