Hefur gefið út 99 matreiðslubækur

Martha Stewart var að gefa út matreiðslubók númer 99, og …
Martha Stewart var að gefa út matreiðslubók númer 99, og geri aðrir betur. mbl.is/

Það er nánast óskiljanlegt hvernig konan verður ekki uppiskroppa með hugmyndir, en Martha Stewart var að gefa út matreiðslubók númer 99 í röðinni. Og þessi snýst bara um eftirrétti.

Þáttastjórnandinn og fyrrverandi fyrirsætan Martha Stewart er alls ekki af baki dottin – með bók númer 99 í farteskinu. Nýja bókin kallast „Fruit Desserts“, og geymir yfir 100 uppskriftir sem allar innihalda ávexti af einhverju tagi. Martha segir sjálf á instagramsíðu sinni, að uppskriftirnar séu árstíðabundnar fyrir hvern ávöxt fyrir sig. Í bókinni má finna gamlar klassískar uppskriftir sem og nýjar ögrandi áskoranir í eldhúsinu. Bókin er þó ekki væntanleg fyrr en 28. september, en hægt er að forpanta bókina HÉR, fyrir áhugasama.

Ný uppskriftarbók frá Mörthu Stewart, sem inniheldur yfir 100 eftirrétti.
Ný uppskriftarbók frá Mörthu Stewart, sem inniheldur yfir 100 eftirrétti. Mbl.is/Martha Stewart
mbl.is