Nýtt bragð í lúxussælgæti

The Mallows eru lúxusútgáfa af sykurpúðum með súkkulaði.
The Mallows eru lúxusútgáfa af sykurpúðum með súkkulaði. Mbl.is/The Mallows

Nýjar fréttir af sætu sykurpúðunum frá The Mallows – nýjar bragðtegundir hafa bæst í hópinn sem og nýjar umbúðir. En þegar við sjáum nýtt sælgæti – þá rekum við upp stór augu og viljum smakka!
Það er engin önnur en Emma Bülow sem er forsprakkinn að The Mallows – en fyrir þá sem ekki vita, þá er hún litla systir lakkrískóngsins Johan Bülow sem við þekkjum svo vel og því eru sykurpúðarnir alveg í sama gæðaflokki.

Þessir súkkulaðihúðuðu sykurpúðar eru nú komnir í nýjar umbúðir og tvær nýjar bragðtegundir hafa litið dagsins ljós. Fyrst ber að nefna saltkaramellu-sykurpúða með vanillukeim, húðaðir með belgísku mjólkursúkkulaði og mjúkri franskri karamellu – ásamt maldonsalti og kakói. Hin nýjungin eru sykurpúðar með lakkríshúð og belgísku mjólkursúkkulaði, en í súkkulaðinu má finna lítil lakkrískorn sem gefa einstakt bragð. Það þarf varla að sannfæra okkur meira um að nýju bragðtegundirnar séu þess virði að smakka, en The Mallows fæst í Epal.

Saltkaramellu-sykurpúðar með vanillukeim, húðaðir með belgísku mjólkursúkkulaði og mjúkri franskri …
Saltkaramellu-sykurpúðar með vanillukeim, húðaðir með belgísku mjólkursúkkulaði og mjúkri franskri karamellu – ásamt maldonsalti og kakói. Mbl.is/The Mallows
Sykurpúðar með lakkríshúð og belgísku mjólkursúkkulaði, en í súkkulaðinu má …
Sykurpúðar með lakkríshúð og belgísku mjólkursúkkulaði, en í súkkulaðinu má finna lítil lakkrískorn sem gefa einstakt bragð. Mbl.is/The Mallows
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert