Syndsamlega gott mexíkóskt taco salat

Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Þetta salat er hreinasta unun. Einfalt og dásamlegt og getur verið jafnt mánudagsmatur sem fínasta helgardýrindi.

Það er Helena Gunnars sem á þessa uppskrift sem er alveg upp á tíu eins og allt sem hún gerir.

Mexíkóskt taco-salat

  • 700 g nautahakk
  • 1 stk. laukur
  • 2 tsk. paprikukrydd
  • 1 tsk. kúmen
  • 1 tsk. kóríander
  • 1⁄4 tsk. chili-flögur
  • 1 tsk. oreganó
  • Salt og pipar (ath. einnig hægt að nota tilbúna taco-kryddblöndu í poka)
  • 1 lítil krukka salsa-sósa
  • 1 msk. tómatpaste
  • 1 dl vatn
  • Salatblöð eftir smekk
  • Rauðlaukur, smátt saxaður
  • Avocado
  • Kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
  • Rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
  • 1 dós sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
  • Tortilla-flögur, ferskt chili og vorlaukur (má sleppa)

Aðferð:

Steikið hakkið við háan hita ásamt lauk og kryddum þar til vel brúnað.

Hellið salsasósu, tómat-paste og vatni á pönnuna og leyfið að sjóða aðeins niður.

Takið af hitanum og látið aðeins kólna á meðan þið gerið salatið tilbúið.

Raðið salatblöðum á stórt fat. Skerið grænmetið niður og raðið um helmingnum yfir salatið ásamt rifnum osti.

Setjið hakkið því næst ofan á, toppið með restinni af grænmetinu, meira af ostinum og setjið vel af sýrðum rjóma yfir allt salatið eða í miðjuna.

Skreytið með tortillaflögum, chili og vorlauk ef vill. Berið fram strax.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert