Eldhúsframleiðendur hallast að þessari tísku

Ljóst og lekkert - án þess að vera mjallahvítt.
Ljóst og lekkert - án þess að vera mjallahvítt. mbl.is/Vordingborg

Pastellitaðir fylgihlutir hafa verið ráðandi í eldhúsum og á heimilum síðustu misserin – og nú er þessi þróun að snúast við ef marka má helstu eldhúsframleiðendur.

Pastellitir eru komnir til að vera, en við höfum verið að skreyta heimilið með kertum, vösum, glösum og öðrum fylgihlutum í þessum mjúku litatónum. Helstu eldhúsframleiðendur hafa nú snúið öllu á hvolf með því að hanna eldhús í pastellitum sem aldrei fyrr og fylgihlutir finnast nú frekar í ljósum dempuðum litum – þveröfugt við það sem áður var.

Við sjáum græn, blá, gul og bleik eldhús sem mæta þessari djörfu og spennandi stefnu. Og hér eru nokkur sem veita innblástur og fá okkur til að vilja hoppa með í þetta nýja æði.

Gult eldhús kemur sannarlega á óvart.
Gult eldhús kemur sannarlega á óvart. Mbl.is/&Shufl
Fallega grár litur á þessari innréttingu hér.
Fallega grár litur á þessari innréttingu hér. mbl.is/Køkkenhavn
Bleikt eldhús er draumurinn.
Bleikt eldhús er draumurinn. mbl.is/Reform
Smekkleg innrétting frá HTH.
Smekkleg innrétting frá HTH. mbl.is/HTH
mbl.is