Mojito eins og þú hefur aldrei smakkað hann

Mojito drykkur sem inniheldur kaffi - kemur sannarlega á óvart.
Mojito drykkur sem inniheldur kaffi - kemur sannarlega á óvart. Mbl.is/ALT

Nýtt æði er svokallaður „kaffi-teill“ eða kaffi í bland við kokteil – þar sem kaffið bætir ilminn sem og bragðupplifunina með bitrum tónum á móti sætunni í kokteilnum. Hér er uppskrift að mojito eins og þú hefur aldrei smakkað hann áður  og þykir svalandi á sumardögum. 

Mojito eins og þú hefur aldrei smakkað hann

  • Ísmolar
  • 1 cl mojito-myntusíróp
  • 10 cl kaldbruggað kaffi

Aðferð:

  1. Fyllið glasið með ísmolum.
  2. Hellið sírópinu og kaffinu í glasið.
  3. Hrærið og skreytið með ferskri myntu.
mbl.is